Fimleikar
Fimleikadeild Hattar bíður upp á hópfimleika. Starfið er blómlegt með 20 þjálfurum og tæplega 400 iðkendum sem eru frá 2 ára aldri. Áhersla er lögð á að fimleikar eru fyrir öll og boðið er upp á hópa bæði fyrir iðkendur í keppni og fyrir þau sem kjósa fimleika sem hreyfingu.
Æfingatöflu deildarinnar er að finna hjá æfingatöflum allra deilda en forsjáraðilar sjá æfingar barna sinni í Abler eftir skráningu.
Verkefnastjórar sjá um daglegt starf deildarinnar, í því teymi eru Díma Írena Pálsdóttir, Katrín Anna Halldórsdóttir og Lísbet Eva Halldórsdóttir. fimleikadeild.hottur@gmail.com
Starfskona: Anna Dís Jónsdóttir fimleikar.hottur@gmail.com
Fyrirspurnir um starf deildarinnar og vegna einstaka iðkenda skal beina eftir atvikum til Önnu Dísar eða verkefnastjóra.
Forman fimleikadeildarinner er Ásta Dís Helgadóttir, fimleikar@hottur.is